Um Bamboo Revolution2018-10-21T00:34:41+00:00

Saga Bamboo RevolutionBamboo Revolution Cape Town

Bamboo Revolution hófst sem verkefni sex nemenda í frumkvöðlastarfsemi“ í Háskólanum í Cape Town í ágúst 2012. Nemendur fengu lán upp á 50 Rand (560 ÍSK) frá háskólanum til að stofna fyrirtæki þar sem þróa átti nýja og sjálfbæra vöru frá Suður-Afríku og koma henni á framfarir á sex mánuðum. Markmið nemenda var að finna einhvern hlut sem er algengur í hversdagsleikanum og endurhanna hann, en á sama tíma að leggja höfuðáherslu á hönnun og sjálfbærni. 

Á næstu mánuðum tókst hópnum að þróa hugmyndina um bambusúrin, framleiða vöruna og markaðssetja úrin. Í desember 2012 hóf Bamboo Revolution fyrir alvöru starfsemi sína og fóru að selja bambusúrin sem hafa orðið geysi vinsæl í Suður-Afríku á þessum stutta tíma. Úrin breiddust fljótlega til fleiri landa og eru nú meðal annars seld á Íslandi, í Danmörku, Svíþjóð, Bretlandi, Þýskalandi, Portúgal, Spáni, Ástralíu. 

Hjá Bamboo Revolution er löggð áhersla á einfaldleika í hönnun og skuldbinding að framleiða náttúruleg og falleg armbandsúr. Markmið Bamboo Revolution er ekki að þróa enn eitt armbandsúrið heldur að framleiða vöru og vörumerki sem fólki líður vel með að ganga um með og deila upplifun sinni.

Um bambusúrin

Hjá Bamboo Revolution bjóðum við upp á einföld armbandsúr sem henta báðum kynjum og breiðum aldursflokki. Úrin eru gerð úr kolsýrðum bambus og hefur hver úrskífa einstakt útlit og eigið raðnúmer. Bambusskífunni fylgir ekta jurtasútuð leðuról. Leðurólin er fest við úrskífuna með málmstöng svo mögulegt sé að skipta um leðuról með sérstöku verkfæri. 

Úrskífan er með bronslitaða brún, með svörtum vísum og tölum. Í úrskífunni er japanskt gangverk frá Miyota og rafhlaða með tveggja ára líftíma.

Jurtasútuðu leðurólarnar fást í tveimur mismunandi gerðum sem hvor um sig fást í tveimur lengdum. Hefðbundin einföld leðuról “Original Natural Range” fæst í lengdunum; small (20cm) –  sem er um það bil meðalstærð úlnliðar á konu og large (23cm) – um það bil meðalstærð úlnliðar á karlmanni.

Einnig er í boði þreföld leðuról, “Original Wrap Range” sem fæst í lengdunum small (57cm) og large (63cm). Þrefalda leðurólin er hönnuð til þess að vefjast þrisvar sinnum í kringum úlnliðinn.

Lengdin á ólunum er mæld frá sylgju að síðasta gatinu á ólinni, úrskífan er innifalinn í lengdarmælingunni.

Hvert armandsúr er sett saman með höndunum og er farið yfir hvert einasta úr áður en því er komið fyrir í handgerðum umbúðum. Í takt við vörumerki okkar eru allar umbúðir sem við notum algjörlega endurvinnanlegar. Ábyrgðaskírteini ásamt leiðbeiningum er að finna í umbúðunum.

Bamboo Revolution lager 2Hönnun

Bamboo Revolution er eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að þróa armbandsúr gert alveg úr bambus, með ekta jurtasútaða leðuról. Bambus úrskífan hefur einstakt útlit; með vísum úr bambus og inngröfnum tölum í bambus úrskífunni, hver úrskífa hefur einnig sitt eigið raðnúmer.

Markmið Bamboo Revolution er að hrista upp í markaðnum og keppa við hin hefðbundnu armbandsúr, því við höfum trú á því að armbandsúr úr bambus geti verið nútímalegur og stílhreinn fylgihlutur, bæði fyrir karla og konur, á öllum stigum lífsins. Með Bamboo Revolution armbandsúrunum okkar færð þú ýmsa möguleika varðandi gerð leðuróla sem gerir þér kleift að velja þér útlit sem hentar þínum persónuleika og stíl.

Eitt af markmiðum Bamboo Revolution í Suður Afríku er að styðja við fyrirtæki á nærsvæðinu (kringum Cape Town). Ektu jurtasútuðu leðurólarnar eiga uppruna sinn að rekja til nærsvæðisins eins og Bamboo Revolution og eru leðurólarnar settar saman í verksmiðjum á svæðinu. Bambusskífurnar og leðurólarnar eru settar saman á staðnum af starfsfólki Bamboo Revolution.

Græna byltinginBambus 750x500

Bambus er grasategund sem vex náttúrulega og hratt, því er ekki þörf á að nota áburð eða önnur efni til að auka vöxt þess. Bambusplantan er skemmtileg planta sem hefur afar fjölbreytt notagildi. Þú getur borðað bambus, þú getur borðað með honum, þú getur borðað á honum, þú getur klæðst bambus og þú getur búið undir bambus. Þessi fjölbreytileiki bambusplöntunnar er ástæða þess að að Bamboo Revolution notar bambus til að framleiða úrin. 

Við viljum vera græn og sjálfbær í öllum ferlum fyrirtækisins, þess vegna eru umbúðir okkar handgerðar og algjörlega endurvinnanlegar.

Bamboo Revolution á Íslandi

SkyMark Media v/ Kristinn Berg Gunnarsson
Skessugil 11, 202
603 Akureyri
Netfang: info@bamboorevolution.is